Um Bazaar

Bístróið býður upp á létta rétti og hinn fullkomna hádegisverð hvort sem þú ert vegan eða fyrir djúsí hamborgara. Þeir þyrstu geta vætt kverkarnar á barnum með sætum kokteil eða einum ísköldum á dælu. Ef þú ert í skapi til að leika af fingrum fram á píanóið okkar – gjörðu svo vel. Þá er hægt að taka lagið í sérhannaða karókí herberginu okkar. Sýndu samt þínar bestu hliðar því allir sjá þig sýna listir þínar þótt enginn heyri. Veitingastaðurinn er flaggskip Bazaar en þar er boðið upp á magnaða rétti ættaða frá Miðjarðarhafinu.Vínáhugamenn ættu ekki að verða vonsviknir með úrvalið en  vínherbergið okkar inniheldur meira en 2000 flöskur.   

Hafa samband

Hægt er að hafa samband við Bazaar símleiðis: 5193510 eða með tölvupósti: hello@bazaaroddsson.is.

Atvinna

Bazaar elskar skemmtilegt, fagmannlegt fólk með fallega persónuleika. Ekki hika við að hafa samband við þú telur þig eiga heima í teyminu okkar! hello@oddsson.is 

Sækja um starf